Um MótX ehf

MótX ehf er ahliða byggingafélag sem hefur víðtæka reynslu í nýbyggingum fasteigna.

Við erum eitt af umsvifamestu fyrirtækjunum í byggingageiranum undanfarin ár og höfum m.a. reist þrjú glæsileg fjölbýlishús í Kópavogi sem öll fengu viðurkenningu bæjaryfirvalda fyrir vandaðan og metnaðarfullan frágang.

Fastráðnir starfsmenn félagsins eru um 30 talsins en að jafnaði starfa hjá okkur um 50-60 manns.

Elliðabraut 12-22

MótX byggði glæsilegar útsýnisíbúðir við Elliðabraut 12-22. Um er að ræða 6 sjálfstæð hús með opnum svæðum á milli. Húsin tengjast saman með bílageymslu. Húsin voru teiknuð m.t.t. algildrar hönnunar. Lagt var upp með bjartar og opnar íbúðir. Svæði milli íbúða var hugsað sem útivistarsvæði með skjólgóðum görðum. Djúpgámum var komið fyrir í jaðri lóðar með möguleika á flokkun á sorpi á staðnum. Hönnun lóðar tryggir hljóðlátt og afmarkað útivistarsvæði.

ellidabraut

Nýjustu verkefnin

Kópavogstún 10-12

MótX ehf. byggði Kópavogstún 10-12 sem er nýtt og vel staðsett fjölbýlishús í vesturbæ Kópavogs. Um er að ræða fimm hæða lyftuhús með 29 íbúðum og lokuðu bílskýli. Allar íbúðir í húsinu seldust upp á skömmum tíma.

Innihurðir eru spónlagðar eikarhurðir frá AXIS. Baðherbergi auk fataskápa í herbergjum og forstofu eru úr spónlagðri eik með hvítu innvolsi. Í eldhúsi eru vandaðar eikarinnréttingar með steinborðplötum.