Hringhamar 27 – 29
Á lóðinni Hringhamar 27 – 29 byggir MótX ehf. 48 íbúðir í tveimur húsum með sameiginlegum bílakjallara, alls 5.552 m². Arkitektar hússins og aðalhönnuðir eru Yrki akritektar.
Íbúðirnar verða á bilinu 2 – 4ra herbergja af stærðinni 63 – 92m² þar sem innifaldar í stærð eru rúmgóðar geymslur. Fjölbýlishúsin eru áþekk að útliti og gerð. Áhersla er lögð á látlaust en vandað yfirbragð bygginganna. Þau eru 5 hæða steinsteypt fjölbýlishús, auk kjallara, en þar eru staðsettar sérgeymslur og inngangur frá bílgeymslu.
Samtals eru 48 íbúðir á lóðinni, 24 íbúðir í hvoru húsi. Fjórar íbúðir eru á jarðhæð auk hjólageymslu en 5 íbúðir eru á hverri hæð á 2.- 5. hæð. Hvert hús hefur einn stiga- og lyftukjarna.
Einn kjallari sem hýsir bílageymslu er á milli húsanna. Innkeyrslan er frá suðvestri. Bílgeymslan tilheyrir báðum húsunum og er eigna- og umferðarréttur bílgeymslu sameiginlegur fyrir íbúðarhúsin Hringhamar 27 og 29.
UTANHÚSSHÖNNUN OG EFNISVAL
Klæðning
Húsin eru klædd báruálsklæðningu með sléttum álplötukasettum á hæðaskilum, hús númer 27 er rústrautt að lit og hús númer 29 er mosagrænt að lit. Báðar byggingarnar eru að hluta til klæddar svarbrúnni kasettuklæðningu við aðalinnganga húsanna.
Einnig má sjá glitta í sjónsteypu eins og umhverfis innkeyrsluna í bílakjallarann og inni í aðalanddyrum bygginganna.
Gluggar og hurðir
Svarbrúnir gluggar, hurðir og hurðakarmar. Svalahandriðin eru polýhúðuð í sama svarbrúna lit.
Lóð
Sameiginlegur garður er staðsettur á milli húsanna þar sem gert er ráð fyrir leiksvæði fyrir börn og setusvæði fyrir fullorðna. Einnig er lögð áhersla á göngustíga innan lóðar sem tengja bílastæði við aðalinnganga og aðlæga stíga utan lóðar.
Djúpgámar eru í þægilegri fjarlægð frá aðalinngöngum og staðsettir í öruggri fjarlægð frá gluggum íbúa.