Turnahvarf 8

MótX byggði 2.300 m² iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði við Turnahvarf 8 í Kópavogi fyrir KAPP ehf. á árunum 2020 - 2021.

Turnahvarf 8

Turnahvarf 8, Kópavogi, er 2.300 m² iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði á 3 hæðum sem að MótX byggði fyrir KAPP ehf. á árunum 2020 – 2021.

Um er að ræða hús úr forsteyptum einingum og er það sniðið að þörfum kaupanda í einu og öllu. Húsið var afhent eigendum í júní 2021 og eru þar nú höfuðstöðvar KAPP.

Arkitekt hússins er Kristinn Ragnarsson hjá KRARK sem að einnig er yfirhönnuður hússins. Húsið er steinsteypt, byggt úr vottuðum samlokueiningum frá BM Vallá. Útveggir eru sléttir að hluta og með skrautmynstri.