Þorrasalir 9 – 11

MótX ehf. byggði Þorrasali 9 - 11 fyrir systurfélag sitt Silfurhús á árunum 2012 – 2014. Byggingin þótti tíðindum sæta á þeim tíma þar sem að nánast ekkert hafði verið byggt af nýjum fjölbýlishúsum frá hruni.

Þorrasalir 9 – 11

Þorrasalir 9 – 11 er 35 íbúða fjölbýlishús í tveimur einingum með bílakjallara.

Þorrasalir voru fyrsta fjölbýlishúsið sem MótX byggði en félagið hafði áður mest verið í byggingu einbýlishúsa, par- og raðhúsa.

Félagið fékk umhverfisviðurkenningu Kópavogs árið 2014 fyrir frágang á byggingarsvæði hússins.