Austurkór 3a
Árið 2016 afhenti MótX velferðarsviði Kópavogsbæjar bygginguna Austurkór 3a sem er íbúðakjarni fyrir fatlaða.
Í Austurkór eru sex íbúðir ásamt aðstöðu fyrir starfsmenn sem veita íbúum þjónustu allan sólarhringinn. Verkkaupi var Kópavogsbær og er húsið teiknað og hannað af arkitektastofunni ALARK.