kopavogstund_main

Kópavogstún 10-12

Um er að ræða vandað og vel staðsett fjölbýlishús með lyftu og sér inngangi af svölum, við Kópavogstún í vesturbæ Kópavogs.

Íbúðunum var skilað fullbúnum með gólfefnum ásamt stæði í bílageymslu.

18-25 fm suður og suð-vestur svalir með glerhandriði sem skyggir ekki á útsýni.

Vandaðar eikarinnréttingar með steinborðplötum, eikar hurðum frá Axis, ásamt eikarparketi og vönduðum flísum í forstofu og votrýmum.

Blöndunartæki og handlæðaofn frá Tengi, vönduð eldhústæki frá Siemens.

Álklæddir trégluggar og hurðir. Myndavéladyrasímar.

Árið 2015 heiðruðu bæjaryfirvöld Kópavogs MótX fyrir Kópavogstúnið fyrir hönnun og glæsilegan frágang.