Render2_2-1

Bæjarlind 7-9

Fjölbýlishús með 42 íbúðum í landi Glaðheima Kópavogi.

Markmið hönnunarinnar var að skapa einstaka og metnaðarfulla umgjörð með sterka ímynd og vera um leið áberandi kennileiti inn í hið nýja hverfi.

Húsin eru brotin upp í einingar sem gefa þeim sérstakt yfirbragð og gefa tóninn er kemur að þéttleika byggðar samkvæmt hugmyndum að skipulagi svæðisins. Fjölbreytilegar einingar innan bygginganna verða eins og sjálfstæðir húsahlutar innan byggingarheildarinnar.

Byggingarnar er í raun fjölbreytt flóra eininga sem fléttast saman og skapar þannig heilstæðan byggingarmassa.

Íbúðir eru bjartar og rúmgóðar og eru af ýmsum stærðum og gerðum. Flestar hafa þær suðursvalir. Með víxlun massa og fléttusamsetningu svala skapast gott næði á svölum fyrir íbúa.

Í kjallara er bifreiðageymsla ásamt annarri sameign og geymslum íbúa. Þar eru einnig sorpgeymslur þar sem aðstaða er fyrir flokkun heimilissorps.

Komið er upp frá kjallara um lyftuhús viðkomandi stigagangs. Húsin eru steinsteypt og klædd veðurkápu úr viðhaldsfríu efni.