Hringhamar 31 – 33
MótX kynnir nýjar og glæsilegar íbúðir við Hringhamar 31 – 33. Hringhamar 31 – 33 eru tvö punkthús með björtum og glæsilegum íbúðum. Arkitektar hússins eru Nordic Office of Architecture og eru Nordic, ásamt verkfræðistofunni Eflu, hönnuðir hússins.
Í öllum húsunum eru fjölbreyttar íbúðagerðir, allt frá tveggja upp í fjögurra herbergja sem eru rúmgóðar og bjartar með góðum svölum. Stærðir eru á bilinu 53 – 119,6 m² þar sem innifaldar eru afar rúmgóðar geymslur í kjallara. Undir kjörnunum er bílakjallari með fjölda bílastæða þar sem er gert ráð fyrir hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla. Djúpgámar eru við kjarnana og tryggja flokkun á sorpi.
Íbúðirnar eru bjartar og vandaðar og áhersla er lögð á góða hljóðvist, loftgæði og vandaðan frágang. Íverurými eru rúmgóð og þægileg fyrir íbúana.
Hverri íbúð fylgja stórar svalir og íbúðunum á efstu hæð fylgir þakgarður. Sameignin er rúmgóð og björt með lyftu og hluti af bíllastæðum er í bílahúsi. Öllum íbúðum fylgir rúmgóð geymsla á fyrstu hæð ásamt hjólageymslu og litlu verkstæði fyrir hjól.
Í næsta nágrenni eru helstu útivistar- og náttúruperlur Hafnarfjarðar.
Íbúðirnar eru Svansvottaðar.
Viðtal við arkitekt
Í myndbandinu ræðir Hjalti Brynjarsson arkitekt um hönnun húsanna við Hringhamar 31-33.