MótX byggði Árskóga 1 - 3 á árunum 2016 - 2018 fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík.
Forsíða » Verkefnin
Verkefnin
MótX er alhliða byggingafélag með víðtæka reynslu í nýbyggingu fasteigna. Félagið leggur áherslu á gæði, góða þjónustu og græn viðmið.
Árið 2016 afhenti MótX velferðarsviði Kópavogsbæjar bygginguna Austurkór 3a sem er íbúðakjarni fyrir fatlaða.
MótX byggði einbýlin og parhúsið að Austurkór 60 - 64 á árunum 2013 - 2014.
Fjölbýlishús með 42 íbúðum í landi Glaðheima í Kópavogi. Markmið hönnunarinnar var að skapa einstaka, metnaðarfulla umgjörð með sterka ímynd og vera um leið áberandi kennileiti inn í hið nýja hverfi.
MótX byggði á árunum 2018 - 2021 128 glæsilegar útsýnisíbúðir við Elliðabraut 12 - 22 í Norðlingaholti í Reykjavík. Elliðabraut er stærsta einstaka verkefni sem að MótX hefur ráðist í til þessa. Húsin standa vestan við svokallaðan Björnslund og er víðsýnt frá þeim til flóa og fjalla, auk þess sem stutt er í alla útivist.
Hraungata 15 - 19 í Garðabæ eru tvö fjölbýlishús með 28 íbúðum. Gatan tilheyrir Urriðaholti sem er hverfi þar sem vistvæn viðmið eru lögð til grundvallar og taka öll hús í hverfinu mið af því. MótX byggði húsin á árunum 2020 - 2022.
MótX ehf. byggir 48 íbúðir að Hringhamri 27 - 29 fyrir dótturfélag sitt, Miðhöfða ehf. Áætluð verklok og afhendingartími íbúða er undir lok árs 2026.
MótX kynnir nýjar og glæsilegar íbúðir við Hringhamar 31-33. Húsin eru punkthús með björtum og glæsilegum íbúðum.
MótX kynnir nýjar og glæsilegar íbúðir við Hringhamar 9 - 19. Húsin eru þrjú sjálfstæð L- laga hús með sólríkum og skjólgóðum görðum. Húsin eru hönnuð af +Arkitektum.
Við Kópavogstún 10 - 12 byggði MótX byggt glæsilegt 29 íbúða fjölbýlishús á árunum 2013 - 2015.
Norðlingabraut 8 er 2.737 m² lager- og verslunarhúsnæði sem MótX byggði fyrir Würth á Íslandi.
MótX ehf. byggir útsýnisíbúðir við Roðahvarf 17 - 21 í Kópavogi, rétt við Vatnsendahæð, með góðu útsýni til austurs.
MótX ehf. byggir útsýnisíbúðir við Roðahvarf 34 - 36 í Kópavogi, rétt við Vatnsendahæð, með góðu útsýni til austurs.
MótX hefur byggt nýtt og glæsilegt tvílyft atvinnuhúsnæði við Straumhellu 6 í Hafnarfirði.
MótX byggði 2.300 m² iðnaðar- og skrifstofuhúsnæði við Turnahvarf 8 í Kópavogi fyrir KAPP ehf. á árunum 2020 - 2021.
MótX byggði Vefarastræti 24-30, 55 íbúða fjölbýlishús í Mosfellsbæ á árunum 2015 - 2017. Húsið stendur í svokölluðu Helgafellslandi og er stutt í útvistarsvæði og tenging við gönguleiðir í nágrenninu.
MótX ehf. byggði Þorrasali 9 - 11 fyrir systurfélag sitt Silfurhús á árunum 2012 – 2014. Byggingin þótti tíðindum sæta á þeim tíma þar sem að nánast ekkert hafði verið byggt af nýjum fjölbýlishúsum frá hruni.