Um MótX

MótX er alhliða byggingafélag með víðtæka reynslu í nýbyggingu fasteigna. Félagið leggur áherslu á gæði, góða þjónustu og græn viðmið.

Um okkur

Mótx ehf. var stofnað árið 2005. Hjá félaginu starfa rúmlega 30 starfsmenn, þar af tíu smiðir auk lærlinga. Fimm starfsmenn starfa á skrifstofu félagsins. 

Gildi MótX eru: Gæði, góð þjónusta og græn viðmið

Eigendur og lykilstarfsmenn

Aðaleigendur félagsins eru þeir Svanur Karl Grjetarsson, byggingameistari og framkvæmdastjóri og Viggó Einar Hilmarsson stjórnmálahagfræðingur (MA) og stjórnarformaður með 39% hlut.

Í ársbyrjun 2021 urðu breytingar á eignarhaldi í félagasamstæðunni og í árslok 2022 komu þrír millistjórnendur, þeir Guðmundur Jóhannsson byggingameistari og staðarstjóri, Gunnlaugur Ragnarsson hagfræðingur og fjármálastjóri og Þröstur Már Sigurðsson byggingameistari og gæða- og verkefnastjóri, inn í MótX við hlutafjáraukningu og eiga nú samtals 22% í MótX.

Hluthafarnir eru, um leið og að vera allir starfsmenn þess, öflugir fjárhagslegir bakhjarlar félagsins.

Skipulag / fyrirtækjahópur

Eigendur MótX eiga saman nokkur félög í svipuðum eignarhlutföllum. MótX ehf. er hjarta samstæðunnar. Þar eru starfsmenn á launaskrá, skrifstofuhald, gæðaeftirlit og önnur verkþekking.

Vigur, fjárfesting ehf. er eignarhaldsfélag og heldur utan um eignir, bæði tæki og tól, sem og skrifstofuhúsnæði félagsins.

Silfurhús ehf., VSV ehf. og Miðhöfði ehf. eru félög sem að halda utan um einstök byggingaverkefni, kaupa þá lóðir eða einstök verkefni en MótX byggir síðan fyrir þessi félög. Í dag er einungis starfsemi í Miðhöfða ehf.

Orðspor byggt á gæðum og þjónustu

MótX ehf. hefur getið sér gott orð sem framleiðandi íbúðar- og iðnaðarhúsnæðis. Félagið hefur fengið viðurkenningar, bæði fyrir hönnun bygginga og frágang lóða á nýbyggingarsvæði.

Félagið leggur metnað sinn í það að þjónusta kaupendur sína vel, bæði á ábyrgðartíma húsanna (fimm ár) og vel fram yfir það.

Félagið leggur áherslu á umhverfisþætti og á vellíðan íbúa við hönnun og byggingu íbúða. Nýjustu byggingaverkefni félagsins að Hringhamri verða Svansvottuð og allar íbúðir sem að félagið hefur byggt síðan 2021 hafa verið búnar fullkomnu loftræstikerfi sem hindrar rakamyndun og eykur loftgæði.