Umhverfisstofnun staðfestir Svansvottun íbúða við Hringhamar 9-11

Við hjá MótX fengum í dag staðfestingu Umhverfisstofnunar á Svansvottun íbúða að Hringhamri 9 - 11 í Hafnarfirði.

Umhverfisstofnun staðfestir Svansvottun íbúða við Hringhamar 9-11

Við hjá MótX fengum í dag staðfestingu Umhverfisstofnunar á Svansvottun íbúða að Hringhamri 9 – 11 í Hafnarfirði.

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra afhenti þá Þresti Má Sigurðssyni verkefnastjóra hjá MótX viðurkenningu og ávörpuðu þeir gesti.

Nýbyggingin að Hringhamri 9-11 á Hamranessvæðinu í Hafnarfirði er stærsta íbúðaverkefni sem hlotið hefur Svansvottun á Íslandi. 36 íbúðir voru vottaðar nú í morgun og hafa aldrei fleiri íbúðir hlotið vottun í einu. Alls byggir MótX 164 íbúðir á lóðunum að Hringhamri 9-19 og Hringhamri 31-33 í alls þremur áföngum og lýkur framkvæmdum vorið 2025. Stefnt er að allar þessar íbúðir fái Svansvottun og er því um verulegan fjölda Svansvottaðra íbúða að ræða.

Við hjá MótX erum verulega stolt af þessari viðurkenningu og teljum það hafa verið grænt heillaskref að leggja af stað í þessa vegferð í upphafi.