Staðfesting á Svansvottun og viðurkenning frá Umhverfisstofnun
MótX hefur í undanförnum byggingarverkefnum unnið samkvæmt verkferli Svansvottunar, Norræna umhverfismerkisins, í samvinnu við Umhverfisstofnun sem að sér um vottunina hér á Íslandi. Í dag náðist sá merki áfangi að MótX fékk Svansvottun á fjölbýlishúsin að Hringhamri 31-33 í Hafnarfirði. Af því tilefni fékk félagið staðfestingu og viðurkenningu afhenta af starfsfólki UST í höfuðstöðvum stofnunarinnar að Suðurlandsbraut. Þetta er jafnframt fyrsta byggingaverkefnið sem að fær vottun á árinu 2025 en ekki það síðasta því að það stefnir í metfjölda útgefinna Svansvottana í byggingageiranum á þessu ári.
Nánar má kynna sér hvað er á bak við Svansvottað húsnæði hér.
Mynd 1
Frá vinstri: Þröstur Már Sigurðsson verkefnastjóri MótX, Bergþóra Kvaran sérfræðingur hjá UST, Svanur Karl Grjetarsson framkvæmdastjóri MótX og Benedikt Rúnar Árnason yfirverkstjóri byggingaverkefnisins að Hringhamri 31-33.
Mynd 2
Á myndinni má sjá Guðrúnu Lilju Kristinsdóttur, framkvæmdastjóri Svansins á Íslandi afhenda Þresti Má Sigurðssyni verkefnastjóra hjá Mótx staðfestingu á Svansvottun fyrir Hringhamar 31-33.
Ljósmyndari: Ester Alda Hrafnhildar Bragadóttir