Ný vefsíða MótX í loftið á bóndadaginn 24. janúar 2025
Eins og sjálfsagt fór ekki fram hjá neinum þá var bóndadagurinn, fyrsti í Þorra, á föstudaginn.
Af því tilefni settum við hjá MótX nýja vefsíðu fyrirtækisins í loftið. Nýji vefurinn mætir nútíma kröfum um uppsetningu og veitir mun meiri upplýsingar um félagið sem og um gömul og ný byggingaverkefni og gefur einnig innsýn inn í framtíðina hjá félaginu. Er það von okkar að hann nýtist MótX og viðskiptavinum vel í framtíðinni og verði andlit fyrirtækisins út á við.
Það var Birna María Björnsdóttir, stafrænn hönnuður og eigandi Character vefstúdíó, sem á allan heiður að hönnun og uppsetningu á vefnum og viljum við þakka henni frábært samstarf.