Árskógar 1 – 3
MótX byggði húsin að Árskógum 1 – 3 fyrir Félag eldri borgara í Reykjavík eftir að MótX varð hlutskarpast í útboði sem FEB efndi til.
Arkitekt verkefnisins var Birgir Teitsson og VHÁ verkfræðistofa sá um hönnun. Fjölbýlishúsin að Árskógum 1 – 3 eru tvö auk opins bílskýlis.
Kjallari, fimm hæðir og fjórar íbúðir á inndreginni efstu hæð. Alls eru 34 íbúðir í hvoru húsi og tveir stigagangar í hvoru húsi auk lyftu í hvoru stigahúsi. Í kjallara eru einkageymslur fyrir hverja íbúð og sameiginleg hjóla- og vagnageymsla í hvoru húsi um sig.