Hringhamar 9 – 19
MótX kynnir nýjar og glæsilegar við Hringhamar 9 – 19. Húsin eru þrjú sjálfstæð L-laga hús með sólríkum og skjólgóðum görðum.
Í öllum húsunum eru fjölbreyttar íbúðagerðir, allt frá tveggja upp í fjögurra herbergja sem eru rúmgóðar og bjartar með góðum svölum. Undir kjörnunum er bílakjallari með fjölda bílastæða þar sem er gert ráð fyrir hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla. Djúpgámar eru við kjarnana og tryggja flokkun á sorpi. Í næsta nágrenni eru helstu útivistar- og náttúruperlur Hafnarfjarðar.
Íbúðirnar eru bjartar og vandaðar og áhersla er lögð á góða hljóðvist, loftgæði og vandaðan frágang. Íverurými eru rúmgóð og þægileg fyrir íbúana.
Hverri íbúð fylgja stórar svalir og íbúðunum á efstu hæð fylgir þakgarður. Sameignin er rúmgóð og björt með lyftu og hluti af bíllastæðum er í bílahúsi. Öllum íbúðum fylgir rúmgóð geymsla á fyrstu hæð ásamt hjólageymslu og litlu verkstæði fyrir hjól.
Viðtal við arkitekt
Páll Hjaltason arkitekt hjá +Arkitektum segir frá hönnun húsanna og hverjar áherslunar voru. Hann fjallar meðal annars um þær athuganir sem voru gerðar til þess að hámarka lífsgæði í húsunum.