Vottanir og viðurkenningar

MótX er alhliða byggingafélag með víðtæka reynslu í nýbyggingu fasteigna. Félagið leggur áherslu á gæði, góða þjónustu og græn viðmið.

Umhverfisvottun

Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Meginmarkmið Svansvottunar er að draga úr umhverfisáhrifum bygginga, sporna við hnattrænni hlýnun og vernda heilsu þeirra sem koma að verkinu á framkvæmdartíma sem og þeirra sem nota bygginguna eftir að hún er tekin í notkun.

Við uppbyggingu á Svansvottuðu húsnæði eru m.a. gerðar kröfur um litla orkunotkun, notkun á skaðlegum efnum er ekki leyfileg, góð innivist og hljóðvist, gæðastjórnun í byggingarferlinu, rekstrar- og viðhaldsáætlun fyrir líftíma byggingar.

Uppbygging á fyrsta Svansvottaða verkefninu á vegum MótX hófst árið 2021. Í dag eru bæði Hringhamar 9-19 og Hringhamar 31-33 með Svansvottun eða í Svansvottunarferli og stefnt er að því að byggingaverkefnið að Hringhamri 27-29 verði einnig Svansvottað.

Nánar má kynna sér hvað er á bak við Svansvottað húsnæði hér.

Efni / tækni

Allar íbúðir frá MótX eru búnar loftræstingu þar sem loft á leið út er notað til þess að hita upp loft á leið inn. Þetta tryggir ferskt, ryklaust andrúmsloft ásamt því að lækka hitakostnað. Sameignir eru einnig búnar hreyfiskynjurum til að spara orku.

Allur úrgangur er flokkaður á byggingartíma, og kolefnisspor minnkað með nýtingu jarðefna á staðnum. Félagið notar einungis vistvæna steypu í sínar byggingar með sem minnst kolefnisspor.