Vefarastræti 24 – 30
Fjölbýlishúsin að Vefarastræti 24 – 30 risu í Helgafellslandi í Mosfellsbæ, í hverfi þar sem öll götuheiti hafa tilvísun í ritverk Halldórs Laxness með einum eða öðrum hætti.
Um er að ræða 55 íbúðir í tveimur húsum þar sem nokkur halli á landinu setti svip á hönnun og hús og þó sérstaklega þegar kom að frágangi lóðar. Arkitekt og aðalhönnuður hússins var Kristinn Ragnarsson arkitekt hjá KRARK.
Byggt var reist í sátt við álfa og menn, en sagt er að álfar og huldufólk búi í Sauðhól sem stendur við byggingarreitinn. Auk hólsins er stutt í útvistarsvæði og góð tenging við gönguleiðir í nágrenninu.
Verkefnið var óvenjulegt að því leiti að leigufélagið Heimavellir keyptu allar íbúðir í húsinu í einu lagi og nýttu til útleigu í starfsemi sinni.