Sala á eignum að Hringhamri 31 – 33 er hafin
Nú er sala á eignum að Hringhamri 31 – 33, Hafnarfirði hafin hjá okkur og er óhætt að segja að fyrstu viðbrögð séu góð. Við teljum okkur enda vera með góða vöru og það er traust og gott fólk sem að er að vinna með okkur að sölunni.
Fyrir áhugasama þá er hægt að skoða verð, grunnmyndir, sjá útlit og fleira á síðunni hringhamar.is og þar er líka hægt að nálgast upplýsingar um þá fasteignasala sem að koma að verkefninu.
Ég vil sérstaklega vekja athygli á viðtali við arkitekt hússins, Hjalta Brynjarsson sem að finna má á síðunni en þar veitir hann okkur innsýn í hönnun hússins og til hvaða atriða þurfti að líta við þá vinnu. Það er Ás, fasteignasala sem að ríður á vaðið með opið hús um helgina, bæði laugardag og sunnudag. Aðrar fasteignasölur sem að koma að verkefninu eru fasteignasalan Hraunhamar og Miklaborg.